Mokuðu snjó á Schiphol

Miklar tafir urðu á Schipholflugvelli í vikunni vegna snjóþyngsla eins …
Miklar tafir urðu á Schipholflugvelli í vikunni vegna snjóþyngsla eins og víðar í Evrópu. Reuters

Flug­stjóri og flugmaður ís­lenskr­ar farþegaþotu mokuðu braut á Schip­holflug­velli í Amster­dam í vik­unni svo eldsneyt­is­bíll kæm­ist að ís­lensku flug­vél­inni sem beið á vell­in­um. Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú, seg­ir frá þessu á banda­ríska vef­blaðinu Huff­ingt­on Post.

Dor­rit seg­ir, að flug­menn­irn­ir hafi fengið að vita að brott­för vél­ar­inn­ar gæti taf­ist tölu­vert vegna þess að ekki væri til nóg af snjóruðnings­tækj­um á vell­in­um. Til að þurfa ekki að dvelja í Amster­dam um nótt­ina tóku flug­menn­irn­ir til sinna ráða, gripu skófl­ur og mokuðu braut í snjón­um að vél­inni. Fimmtán mín­út­um síðar var verk­inu lokið, eldsneyt­is­bíll­inn komst að vél­inni og hún fór skömmu síðar á loft. 

„Þannig bregðast ís­lensk­ir flug­menn við vetr­ar­veðrinu. Kannski gætu Bret­ar og aðrar þjóðir lært af þeim," seg­ir Dor­rit.

Skrif Dor­rit  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert