Óskaði gleðilegra jóla með Svarthöfðagrímu

Jón Gnarr skartaði Svarthöfðagrímu þegar hann óskaði fólki gleðilegra jóla.
Jón Gnarr skartaði Svarthöfðagrímu þegar hann óskaði fólki gleðilegra jóla.

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti inn á Facebook í gær myndband þar sem hann óskar landsmönnum gleðilegra jóla. Athygli vekur að Jón var með Svarthöfða-grímu á sér sem var þannig úr garði gerð að hún breytti einnig rödd hans svo hann hljómaði eins og Svarthöfði.

Kveðjan hefur vakið talsverða athygli en tæplega 800 manns líkar við myndbandið og hafa tæp 100 ummæli verið skrifuð við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka