Björgunarsveitin Súlur aðstoðaði ökumann sem sat fastur í Víkurskarði um kl. 23 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var mjög vont veður á þessum slóðum í gærkvöldi. Mikið kóf og blinda.
Að sögn lögreglu fékk björgunarsveitin tvö útköll í gærkvöldi vegna bíla sem lentu í vandræðum. Það fyrra var vegna bifreiðar sem var utanvegar á Öxnadalsheiði um kl. 22 og það seinna vegna bifreiðar sem var utanvegar í Víkurskarði um hálftíma síðar. Hvorugur bílinn fannst og er talið að þeir hafi komist burt af sjálfsdáðum og verið farnir þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang.
Þeir rákust hins vegar á þriðja bílinn í Víkurskarðinu og komu honum til aðstoðar sem fyrr segir.
Á Norðurlandi er Hringvegurinn auður austur í Varmahlíð en flughált er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Flughált er