Reykjavík minnir meira á fiskiþorp í New England í Bandaríkjunum en iðandi heimsborg. Þetta er skoðun Carol Pucci, blaðakonu hjá Orlando Sentinel, sem skrifar um land og þjóð í blaði sínu. Pucci leiðir líkur að því að Ísland sé einn einmanalegasti staður á jörðu.
Pucci hefur eftir íslenskri konu að það eina sem sé ódýrt á Íslandi sé hitavatnið.
Sjálf gerir hún að umtalsefni hátt bjórverð, sem henni reiknast að sé 7 Bandaríkjadalir á glas. Hún segir það þó himnasendingu miðað við 14 dala verð fyrir stóran bjór er krónan var í hæstu hæðum fyrir hrun.
Pucci líkir Hallgrímskirkju við eldflaug en hún hefur eftir einum heimamanna að Íslendingar treysti á ferðamennsku til að vinna bug á 7% atvinnuleysi.
Grein hennar vekur spurningar um hvort ímynd Íslands sé aftur á leið með að líkjast því sem var og hét áður en lánsfé varð ódýrt í heiminum, fyrir hrun.
Grein Pucci má nálgast hér.