Reykjavík eins og fiskiþorp

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni mbl.is/Ómar

Reykja­vík minn­ir meira á fiskiþorp í New Eng­land í Banda­ríkj­un­um en iðandi heims­borg. Þetta er skoðun Carol Pucci, blaðakonu hjá Or­lando Sent­inel, sem skrif­ar um land og þjóð í blaði sínu. Pucci leiðir lík­ur að því að Ísland sé einn ein­mana­leg­asti staður á jörðu.

Pucci hef­ur eft­ir ís­lenskri konu að það eina sem sé ódýrt á Íslandi sé hita­vatnið.

Sjálf ger­ir hún að um­tals­efni hátt bjór­verð, sem henni reikn­ast að sé 7 Banda­ríkja­dal­ir á glas. Hún seg­ir það þó himna­send­ingu miðað við 14 dala verð fyr­ir stór­an bjór er krón­an var í hæstu hæðum fyr­ir hrun.

Pucci lík­ir Hall­gríms­kirkju við eld­flaug en hún hef­ur eft­ir ein­um heima­manna að Íslend­ing­ar treysti á ferðamennsku til að vinna bug á 7% at­vinnu­leysi.

Grein henn­ar vek­ur spurn­ing­ar um hvort ímynd Íslands sé aft­ur á leið með að líkj­ast því sem var og hét áður en láns­fé varð ódýrt í heim­in­um, fyr­ir hrun.

Grein Pucci má nálg­ast hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert