Sjúkraflugvél Mýflugs lenti í Reykjavík um hálf sexleytið í kvöld með slasaða konu frá Ísafirði. Konan, sem er á níræðisaldri, hafði mjaðmagrindarbrotnað og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum í Reykjavík.
Miklar tafir urðu á fluginu vegna veðurs en að sögn Braga Má Matthíassyni aðstoðarflugstjóra átti vélin að fara í loftið um hálf ellefuleytið í morgun. Veðrið gekk niður um þrjúleytið í dag og fór vélin í loftið þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í fjögur
Að sögn Braga gekk flugið vel og varð konunni ekki meint af.