Vegna vatnavaxta og skemmda á brúnni yfir Seljalandsá, í nágrenni Markarfljóts, er þjóðvegur 1 lokaður eins og er, meðan verið er að kanna skemmdir. Vegagerðin er komin á vettvang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.
Unnið er að því að finna hjáleið, vonast er til að
upplýsingar um það liggi fyrir kl. 17.
Að sögn Vegagerðarinnar er enn vonskuveður á Austurlandi, flughált er í kringum Egilsstaði og
upp að Biskupshálsi. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Ófært er um
Vatnsskarð eystra, Fjarðarheiði, Fagradal og Oddskarð. Þó er fært frá
Reyðarfirði til Eskifjarðar og einnig suður úr.
Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði og sumstaðar í Dölunum.
Flughált er í Reykhólasveit, á köflum í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp.
Á Norðurlandi vestra er Hringvegurinn auður austur í Skagafjörð en hálkublettir á Þverárfjalli og víða á útvegum.
Á Norðurlandi eystra er hálka eða hálkublettir á öllum leiðum. Þæfingur á Hólasandi.
Vegir eru auðir á Suður- og Suðvesturlandi.