Þjóðvegur 1 er lokaður við Húnaver vegna umferðaróhapps. Tveir flutningabílar lentu saman og er ökumaður annars bílsins alvarlega slasaður. Flutningabifreiðarnar og farmur loka veginum.
Vettvangurinn er þjóðvegur 1 um Langadal skammt austan við Ártún um 2 km. vestan við Húnaver. Tveir flutningabílar lentu saman og er ökumaður annars bílsins alvarlega slasaður.
Vettvangur er 3-400 metra langur þar sem farmur hefur dreifst um og lokar veginum.
Veginum hefur verið lokað við Varmahlíð og er umferðinni beint um Þverárfjall.
Ljóst er að vegurinn verður lokaður í langan tíma. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni norður og með henni liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis með öflugan klippubúnað. Sjúkrabílar og tækjabílar frá Blönduósi og Sauðárkróki voru kallaðir út vegna slyssins sem átti sér stað laust eftir kl. 19.