Brjóstmynd af Gylfa afhjúpuð

Forseti Íslands var viðstaddur þegar bjóstmyndin var afhjúpuð.
Forseti Íslands var viðstaddur þegar bjóstmyndin var afhjúpuð. mbl.is/Árni Sæberg

Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor, var afhjúpuð við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Brjóstmyndina gerði Erlingur Jónsson myndhöggvari.

Það var langafabarn Gylfa, Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, sem afhjúpaði brjóstmyndina.

Gylfi var fæddur 1917 og lést 2004. Hann sat á Alþingi 1946-1978. Hann var ráðherra á árunum 1956-1971.

Gylfi var skipaður dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 1941 og var skipaður prófessor í laga- og viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1946. Eftir að hann hætti sem ráðherra kenndi hann viðskiptafræði við HÍ allt til ársins 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert