Byrjað að safna í brennur á miðvikudag

Gert er ráð fyrir að söfnun í borgarbrennur í Reykjavík hefjist miðvikudaginn 29. desember og hætt verði  að taka á móti efni þegar þær eru orðnar hæfilega stórar eða í síðasta lagi kl. 12 á gamlársdag.

Á vef Reykjavíkur er haft eftir Þorgrími Hallgrímssyni, brennukóngi, að best sé að fá hreint timbur og bretti á brennurnar. Plast, gúmmí og unnið timbur eigi ekki erindi á brennurnar.  Starfsmenn hverfastöðvanna verða á vettvangi og leiðbeina þeim sem koma með efni.  

Brennurnar verða á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar fjórar og þær minni fimm talsins.

  1. Við Ægisíðu,  stór brenna.
  2. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð,  lítil brenna.
  3. Geirsnef, stór brenna.
  4. Við Suðurfell,  lítil brenna.
  5. Gufunes við gömlu öskuhaugana, stór brenna.
  6. Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
  7. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 – 52,  lítil brenna.
  8. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll,  lítil brenna.
  9. Fylkisbrennan, við Rauðavatn,  stór brenna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert