Póstkössum verður læst

Ísland­s­póst­ur mun um ára­mót­in læsa póst­köss­um sem eru ut­an­húss á höfuðborg­ar­svæðinu yfir ára­mót. Þetta er gert vegna ít­rekaðra skemmd­ar­verka sem unn­in eru á póst­köss­un­um á þess­um árs­tíma.

Að sögn Ísland­s­pósts verður hægt  að koma einu bréfi ofan í kass­ana í einu en ekki opna þá það mikið að hægt sé að koma þykk­ari bréf­um ofan í. Viðskipta­vin­um er bent á næstu póst­hús eða póst­kassa sem staðsett­ir eru inn­an­dyra, t.d. í versl­anamiðstöðvum. 

Köss­un­um verður læst í dag, 27. des­em­ber og þeir opnaðir aft­ur um miðjan janú­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert