Svartsýni um Landeyjahöfn

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Svo kann að fara að Landeyjahöfn verði lokuð fram í febrúar vegna erfiðrar veðráttu. Þetta segir Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður hafnasviðs Siglingamálastofnunar í grein í blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum.

Hann segir lægðina sem gengið hefur yfir landið síðustu daga að líkindum valda því að grynnka muni vegna sandburðar í mynni hafnarinnar svo Herjólfi verði ófært þangað inn. Skoðun á dýpkunarskipi Íslenska gámafélagsins, Scandia, hafi seinkað fram yfir áramót og því geti framkvæmdir ekki hafist fyrr en líða tekur á janúar.

Guðmundur Nikulásson hjá Eimskip, sem gerir Herjólf út, kveðst því bjartsýnn á framhaldið. Dýpkun hafnarinnar ætti sömuleiðis að verða lokið á útmánuðum og þá verði afstaðin þau vondu vetrarveður sem oftsinnis hafa að undanförnu lokað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert