Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarleg áhrif bæði innanlands og utan á árinu 2010. Bændur undir Eyjafjöllum óttuðust að tún myndu eyðileggjast sökum öskufalls. Flugumferð nánast stöðvaðist í Evrópu og alla augu voru á litla Íslandi vegna þessa. Hulunni var svipt af rannsóknarskýrslu Alþingis og Besti flokkurinn vann stórsigur í Reykjavík.