Hefur verið rætt við Framsókn

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG. Ómar Óskarsson

Atli Gísla­son, þingmaður VG, seg­ir að hann hafi fengið það staðfest frá þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks, að óform­leg­ar þreif­ing­ar hafi átt sér stað um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gangi til liðs við rík­is­stjórn­ina.

Atli seg­ir þetta í sam­tali við Smuguna. Hann seg­ir að þess­ar þreif­ing­ar hafi farið af stað eft­ir að at­kvæði voru greidd um fjár­lög, en þrír þing­menn VG sátu hjá við at­kvæðagreiðslu um frum­varpið.

Atli seg­ist hafa orðið hissa á því að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar skyldu ekki frek­ar reyna að miðla mál­um og ræða við þá sem sátu hjá held­ur en að hlaupa beint til Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert