Hefur verið rætt við Framsókn

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG. Ómar Óskarsson

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að hann hafi fengið það staðfest frá þingmönnum Framsóknarflokks, að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað um að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina.

Atli segir þetta í samtali við Smuguna. Hann segir að þessar þreifingar hafi farið af stað eftir að atkvæði voru greidd um fjárlög, en þrír þingmenn VG sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið.

Atli segist hafa orðið hissa á því að forystumenn ríkisstjórnarinnar skyldu ekki frekar reyna að miðla málum og ræða við þá sem sátu hjá heldur en að hlaupa beint til Framsóknarflokksins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert