Hjálpa neikvæðir vextir fasteignamarkaðinum?

Viðskipti með fasteignir hafa verið treg á síðustu misserum.
Viðskipti með fasteignir hafa verið treg á síðustu misserum. mbl.is/Rax

Jón Guðmunds­son, fast­eigna­sali hjá Fast­eigna­markaðinum, seg­ist sjá fá teikn á lofti um að fast­eigna­verð hækki á næsta ári. Það sé helst að nei­kvæðir vext­ir á fjár­magni geti ýtt und­ir auk­in viðskipti með fast­eign­ir.

Nú um ára­móti tek­ur gildi nýtt fast­eigna­mat, en gang­verð hús­næðis lækk­ar á landsvísu um 8,6%, en á höfuðborg­ar­svæðinu er lækk­un­in víða ná­lægt 10%. Jón seg­ir að þessi lækk­un feli í sér leiðrétt­ingu á fast­eigna­mati vegna lækk­un­ar sem þegar sé orðin.

Jón seg­ir að viðskipti með fast­eign­ir hafi verið treg að und­an­förnu. „Það eru ekki nokk­ur teikn á lofti í þjóðfé­lag­inu sem ýta und­ir hækk­un á fast­eigna­verði. Það er mikið at­vinnu­leysi og kaup­mátt­ur er að rýrna. Skatt­ar eru einnig að hækka. Það eina sem get­ur hjálpað fast­eigna­markaðinum er að vext­ir eru mjög nei­kvæðir. Það get­ur vel verið að fólk muni sjá sér hag í því að kaupa fast­eign­ir í stað þess að láta pen­ing­ana liggja inni í banka vaxta­lausa.  Það eitt og sér get­ur leitt til þess að eft­ir­spurn eft­ir fast­eign­um verði meiri á kom­andi ári,“ seg­ir Jón.

Jón seg­ir að út­lánsvext­ir hafi líka lækkað sem feli í sér aukna fyr­ir­greiðslu við kaup­end­ur og það eigi að ýta und­ir viðskipti.

Jón seg­ir að fast­eigna­verð sé orðið lægra en bygg­ing­ar­kostnaður og við þær aðstæður eigi bygg­ingaiðnaður­inn erfitt upp­drátt­ar. Hann seg­ir að ef bygg­ingaiðnaður eigi að kom­ast af stað aft­ur verði sveit­ar­fé­lög­in að sætta sig við lækk­un á lóðaverði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert