Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, vill ekki tjá sig um þau ummæli Lilju Mósesdóttur flokkssystur sinnar að það komi til greina að hún segi sig úr þingflokki VG, vegna ágreinings um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Hann hefur verið í heimahögunum fyrir vestan yfir jólin og heldur til Reykjavíkur í dag eða á morgun. Hann segist í samtali við mbl.is ekki hafa séð viðtalið við Lilju í Fréttablaðinu, og því síður hafa rætt málið við hana eða Atla Gíslason. Þau þrjú neituðu að styðja fjárlagafrumvarpiði á þingi í haust og hafa síðan þá gert athugasemdir og tillögur til breytinga á frumvarpinu, en fengið bágt fyrir frá flokksfélögum sínum
Ásmundur Einar segir að búið sé að boða þingflokksfund 5. janúar næstkomandi og hann búist við að þar verði þetta mál tekið fyrir. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu og segir hvorki hægt að túlka það á einn veg né annan.