„Ég kannast ekki við neinar slíkar viðræður á milli forystumanna flokkanna,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort viðræður séu á milli Samfylkingar og Framsóknar um mögulegt stjórnarsamstarf með aðkomu annarra flokka.
En hvað með viðræður þingmanna?
„Ég hef ekki hugmynd um hvað menn eru að ræða um á göngum þingsins en ég hef ekki átt nein slík samtöl.“
- Værir þú fylgjandi slíku samstarfi Framsóknar og Samfylkingar?
„Það yrði að ákvarðast á grundvelli málefna ef til þess kæmi. Það er auðvitað alltof snemmt að ræða það á þessu stigi málsins.“