Kannast ekki við viðræður

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson. mbl.is/Ómar

„Ég kann­ast ekki við nein­ar slík­ar viðræður á milli for­ystu­manna flokk­anna,“ seg­ir Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, aðspurður hvort viðræður séu á milli Sam­fylk­ing­ar og Fram­sókn­ar um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf með aðkomu annarra flokka.

En hvað með viðræður þing­manna? 

„Ég hef ekki hug­mynd um hvað menn eru að ræða um á göng­um þings­ins en ég hef ekki átt nein slík sam­töl.“

- Vær­ir þú fylgj­andi slíku sam­starfi Fram­sókn­ar og Sam­fylk­ing­ar?

„Það yrði að ákv­arðast á grund­velli mál­efna ef til þess kæmi. Það er auðvitað alltof snemmt að ræða það á þessu stigi máls­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert