Lilja íhugar úrsögn úr þingflokki VG

Lilja Mósesdóttir á Alþingi ásamt Tryggva Þór Herbertssyni.
Lilja Mósesdóttir á Alþingi ásamt Tryggva Þór Herbertssyni. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir við Fréttablaðið í dag, að ef það sé almennt skoðun stjórnarliða að þeir þingmenn flokksins, sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið séu steinar í götu þeirra sjái hún  ekki annað en að þau þurfi að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram.

Vísar Lilja þar til orða Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í jólakveðju til flokksmanna á vef flokksins, en þar skrifaði Steingrímur: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð."

Atli Gíslason, einn þingmannanna þriggja, segir við Morgunblaðið í dag að misfarið með ýmislegt í greinargerð Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi þingflokksformanns VG, frá því fyrir jól.

„Eins og t.d. að við höfum ekki gert fyrirvara. Ég gerði skýran fyrirvara við atkvæðagreiðslu við aðra umræðu frumvarpsins. Ég tíðka það nú ekki í pólitík, þó ég sé ósammála skoðunum manna eða hugsjónum sem þeir telja sig berjast fyrir, að kalla þá ódrengilega," segir Atli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka