Níu ára ökumaður

Níu ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu í dag eftir …
Níu ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu í dag eftir að hafa ekið í gegnum vesturgöng Héðinsfjarðarganga mbl.is/Sigurður Ægisson

Lögreglan í Fjallabyggð stöðvaði för ungs ökumanns eftir hádegið í dag eftir að hafa fylgt bifreið unga ökumannsins eftir í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins níu ára gamall og var það afi hans á níræðisaldri sem hafði leyft stráksa að keyra frá Héðinsfirði til Siglufjarðar. 

Að sögn lögreglunnar þótti honum ökulag bifreiðarinnar eitthvað rykkjótt og ákvað hann að kanna málið. Þegar hann stöðvaði för bifreiðarinnar sá hann lítinn pilt stökkva úr ökumannssætinu aftur í. Aftur á móti sat afi piltsins í framsæti bifreiðarinnar og viðurkenndi að hafa leyft drengnum, sem með réttu ætti að sitja á púða aftur í, að keyra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert