Þrír kostir ríkisstjórnarinnar

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson. Þorkell

Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir frétt­ir úr þing­flokki Vinstri grænna að und­an­förnu merki um að rík­is­stjórn­in standi í meg­in­at­riðum frammi fyr­ir þrem­ur kost­um, og öll­um slæm­um.

Í pistli á vefsvæði sínu seg­ir Ein­ar Krist­inn að fyrsti kost­ur­inn sé sá að þre­menn­ing­arn­ir í þingliði VG hverfi frá skil­yrðum sín­um og lúti for­sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar og Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. Það væri þá til marks um upp­gjöf óró­legu deild­ar­inn­ar.

Í ann­an stað gætu farið fram stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður við óró­legu deild­ina, en það myndi gefa óró­legu þing­mönn­un­um aukið vægi og veikja for­ystu rík­is­stjórn­ar­inn­ar al­mennt, og sér­stak­lega for­ystu Vinstri grænna.

Þriðji kost­ur­inn, að mati Ein­ars Krist­ins, er að rík­is­stjórn­in freisti þess að sækja sér liðsauka úr öðrum flokk­um, líkt og þrálát­ur orðróm­ur er um. Það væri hins veg­ar ígildi upp­sagn­ar þing­mann­anna þriggja og þeirra stuðnings­manna hjá VG, og auðséðar ættu af­leiðing­ar þess að vera.

Pist­ill Ein­ars Krist­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert