Þrír kostir ríkisstjórnarinnar

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson. Þorkell

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir fréttir úr þingflokki Vinstri grænna að undanförnu merki um að ríkisstjórnin standi í meginatriðum frammi fyrir þremur kostum, og öllum slæmum.

Í pistli á vefsvæði sínu segir Einar Kristinn að fyrsti kosturinn sé sá að þremenningarnir í þingliði VG hverfi frá skilyrðum sínum og lúti forsögn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Það væri þá til marks um uppgjöf órólegu deildarinnar.

Í annan stað gætu farið fram stjórnarmyndunarviðræður við órólegu deildina, en það myndi gefa órólegu þingmönnunum aukið vægi og veikja forystu ríkisstjórnarinnar almennt, og sérstaklega forystu Vinstri grænna.

Þriðji kosturinn, að mati Einars Kristins, er að ríkisstjórnin freisti þess að sækja sér liðsauka úr öðrum flokkum, líkt og þrálátur orðrómur er um. Það væri hins vegar ígildi uppsagnar þingmannanna þriggja og þeirra stuðningsmanna hjá VG, og auðséðar ættu afleiðingar þess að vera.

Pistill Einars Kristins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert