Bið eftir afplánun fangelsisdóma nær hjá sumum nær fjórum árum. Aldrei hafa fleiri beðið eftir afplánun og eru nærri 350 á biðlista. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Í frétt RÚV sagði einnig að þeir sem dæmdir eru fyrir ofbeldisbrot hafi forgang og þess vegna sé sífellt stærri hluti fanga að afplána langan dóm. Árið 2005 voru það innan við þrjátíu fangar sem afplánuðu þriggja ára dóm eða meira en á síðasta ári hafði þeim fjölgað í fimmtíu og fimm. Á þessu eru þeir næstum sjötíu talsins.