Bíll valt á Holtavörðuheiði fyrir stundu og er ein þyrla Landhelgisgæslunnar á leið þangað. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi eru umferðartafir á veginum. Tækjabíll frá slökkiviliðinu í Borgarnesi er á staðnum sem og sjúkrabíll frá bænum.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er ekki vitað um slys á fólki eða hversu margir voru um borð í bílnum.
Tilkynning um slysið 20.21 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang skömmu síðar. Sem fyrr segir eru tafir á heiðinni og biður lögreglan vegfarendur um að sýna biðlund.
Hjá Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að TF-LÍF hefði verið kölluð á vettvang vegna beiðni um að sækja einn mann. Þyrlan kom inn til lendingar úr öðru verkefni fyrir nokkrum mínútum og hélt svo af stað áleiðis.