Fulltrúar fá að tjá sig um kærur

Kosið var til stjórnlagaþings í lok nóvember.
Kosið var til stjórnlagaþings í lok nóvember. mbl.is/Golli

Skrifstofa Hæstaréttar hefur sent greinargerðir dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og landskjörstjórnar til þeirra sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings og til fulltrúa á stjórnlagaþingi. Þeir hafa frest til 3. janúar næstkomandi til að tjá sig um greinargerðirnar.

Þrjár kærur bárust til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninganna. Þær miða meðal annars að því að fá úrskurð um það hvort kosningaleynd hafi verið tryggð við atkvæðagreiðsluna og hvort rétt hafi verið staðið að úthlutun sæta á þingið.

Ákveðið verður eftir áramót hvaða hæstaréttardómarar fjalla um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert