Hagnaður af rekstri Hraðbrautar

Menntaskólinn Hraðbraut
Menntaskólinn Hraðbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Prýðileg­ur hagnaður verður af rekstri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar í ár, þrátt fyr­ir að fram­lög til rekst­urs­ins frá rík­is­sjóði séu mun lægri en raun­fjöldi nem­endaí­gilda seg­ir til um. Þetta seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Hraðbraut­ar. Hann seg­ir rangt sem komið hef­ur fram, að ekki sé rekstr­ar­grund­völl­ur fyr­ir skól­an­um.

Ólaf­ur Hauk­ur birti í kvöld varn­ar­ræðu sína á mynd­banda­vefn­um Youtu­be auk heimasíðu Hraðbraut­ar. Hann seg­ir heift­ar­lega póli­tíska at­lögu gerða að skól­an­um og sér per­sónu­lega og skól­inn verði lagður niður inn­an tíðar tak­ist þeim upp sem standi að at­lög­unni.

Í ræðu sinni fer Ólaf­ur Hauk­ur um víðan völl, kem­ur m.a. inn á um­fram­greiðslur mennta- og menn­inga­málaráðuneyt­is­ins til skól­ans, rekstr­ar­grund­völl hans og arðgreiðslur.

Hvað varðar rekst­ar­grund­völl­inn þá seg­ir Ólaf­ur að fjár­hag­ur skól­ans sé traust­ur og það þrátt fyr­ir hvað sagt er um þau mál. Skól­inn hafi aldrei tekið krónu að láni og sam­kvæmt 10 mánaða upp­gjöri sem ligg­ur fyr­ir sé skól­inn rek­inn með prýðileg­um hagnaði í ár, þrátt fyr­ir að miklu fleiri nem­end­ur séu í skól­an­um en hann fái greitt fyr­ir.

Þá bend­ir Ólaf­ur á, að eina árið sem tap hafi verið á rekstri skól­ans hafi verið á síðasta ári. Þá hafi skól­inn greitt rúm­ar þrjá­tíu millj­ón­ir króna í rík­is­sjóð til að greiða upp skuld skól­ans vegna um­fram­greiðslna fyrri ára. Það ár hafi því ekki verið ein­kenn­andi fyr­ir rekst­ur­inn. Ef fram­lög rík­is­sjóðs til skól­ans verði nokk­urn veg­inn í sam­ræmi við nem­endaí­gildi hvers árs, verði hagnaður af rekstri Hraðbraut­ar.

Ólafur Haukur Johnson
Ólaf­ur Hauk­ur John­son mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert