Fasteignamarkaðurinn sem botnfraus við bankahrunið virðist nú vera að þiðna og umsvifin jafnt og þétt að færast í aukana. Seinni hluti ársins 2010 er umtalsvert líflegri en fyrstu misseri kreppunnar.
Þinglýstum kaupsamningum hefur fjölgað, mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 41%. Á sama tíma hefur makaskiptum hlutfallslega fækkað, en þau voru um 36% af öllum kaupsamningum í fyrra en eru um 24% kaupsamninga það sem af er 2010.
Leigusamningum hefur hinsvegar fjölgað verulega. Þeir eru um tvöfalt fleiri nú en fyrir 5 árum og virðast því stoðir leigumarkaðarins vera að styrkjast eins og spáð hafði verið.