Jákvæð teikn á lofti á fasteignamarkaði

Fasteignasalar skynja aukna eftirspurn.
Fasteignasalar skynja aukna eftirspurn. mbl.is/ÞÖK

Fast­eigna­markaður­inn sem botn­fraus við banka­hrunið virðist nú vera að þiðna og um­svif­in jafnt og þétt að fær­ast í auk­ana. Seinni hluti árs­ins 2010 er um­tals­vert líf­legri en fyrstu miss­eri krepp­unn­ar.

Þing­lýst­um kaup­samn­ing­um hef­ur fjölgað, mest á höfuðborg­ar­svæðinu eða um 41%. Á sama tíma hef­ur maka­skipt­um hlut­falls­lega fækkað, en þau voru um 36% af öll­um kaup­samn­ing­um í fyrra en eru um 24% kaup­samn­inga það sem af er 2010.

Leigu­samn­ing­um hef­ur hins­veg­ar fjölgað veru­lega. Þeir eru um tvö­falt fleiri nú en fyr­ir 5 árum og virðast því stoðir leigu­markaðar­ins vera að styrkj­ast eins og spáð hafði verið.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert