Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS

Þingmenn VG á flokksráðsfundi.
Þingmenn VG á flokksráðsfundi.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, rifjar á Facebook-síðu sinni upp ummæli Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, á Alþingi þegar samningur Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var til umfjöllunar þar í lok árs 2008. Þá var VG í stjórnarandstöðu.

„Ríkisstjórnin virðist þannig ekki hafa hugað að því að takast á við vandann á lengri tíma en hér er áætlað, með því til að mynda að leyfa viðvarandi halla á ríkissjóði til lengri tíma í stað þess að fara út á þá ómögulegu braut að reka ríkissjóð hallalausan strax árið 2012," skrifaði Steingrímur í nefndaráliti um þingsályktunartillögu um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Slíkt þýðir sem fyrir segir heiftarlegan niðurskurð á opinberri fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar, skólakerfisins og allra opinberra framkvæmda í landinu og stríðir gegn þjóðarvilja um íslenskt velferðarsamfélag."

Facebook-vefur Lilju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka