„Missa sig í spunanum“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist á samskiptavefnum Facebook í kvöld hafa séð nokkrar furðufréttir, og víst sé að einhverjir séu að „missa sig í spunanum“. Þingmaður sama flokks segir á sama vettvangi, að flokkurinn sé ekki á leið í ríkjandi ríkisstjórn.

Á vef Sigmundar segir hann að furðufréttirnar toppi þó frétt um „kenningar Samfylkingarmanns á Akureyri um Framsókn og atvinnuvegaráðuneytið.“ Hún breyti því þó ekki að löngu sé orðið augljóst að nýja ríkisstjórn þurfi.

Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir Sigmundar Davíðs, lætur einnig til sín taka á Facebook. Hann segir að Framsóknarflokkurinn geti ekki orðið viðhengi við núverandi ríkisstjórn. „Stefnan er slík og forystuleysið er algert. Framsóknarflokkurinn er því EKKI á leið í þessa ríkisstjórn.“

Hins vegar segir Gunnar Bragi að öðru máli skipti um að taka þátt í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Á það hafi þó ekki reynt.

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert