Fréttaskýring: Misvísandi skilaboð um samstarf

Þingmenn Vinstri grænna á fundi.
Þingmenn Vinstri grænna á fundi. mbl.is/Árni Sæberg

 Lilja Móses­dótt­ir hef­ur varpað fram þeirri hug­mynd að segja sig úr þing­flokki Vinstri grænna en hvorki Atli Gísla­son né Ásmund­ur Ein­ar Daðason hafa viljað tjá sig um hvort þeir hug­leiði slíkt hið sama fyrr en þing­flokk­ur VG hef­ur fundað 5. janú­ar.

Atli Gísla­son seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hon­um þætti skyn­sam­legra að flýta fund­in­um þar sem mik­il ólga er í þing­flokki VG. „Það er eins og svosem með annað að það var ekki haft sam­ráð um tíma­setn­ing­una við okk­ur þre­menn­ing­ana.“

Óvíst með Guðfríði Lilju

Þá vakn­ar spurn­ing­in hvað Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir mun gera þegar hún snýr aft­ur á þing eft­ir barneign­ar­leyfi. Hún er gjarn­an flokkuð í sama lið og þre­menn­ing­arn­ir og hef­ur fundað með þeim um hjá­setu þeirra við af­greiðslu fjár­laga­frum­varps­ins. Ef af úr­sögn­um þeirra fjög­urra verður væri því þing­meiri­hluti rík­is­stjórn­ar­inn­ar fall­inn.

Hægt að leysa allt ef menn vilja

Ásmund­ur kveðst þó hafa fundið fyr­ir þreif­ing­um á milli Fram­sókn­ar­flokks­ins og stjórn­ar­flokk­anna. „Maður hef­ur fundið það á göng­um. Þetta hef­ur borist út af og til. Það verður að leita svara við því hjá Fram­sókn, ekki hjá mér. Ég er ekki í innsta hring þar.“

Taka góðan tíma í vinnufund

Össur og Jó­hanna eiga að víkja

„Ég get aðeins talað fyr­ir mig – því nú hef­ur þing­flokk­ur­inn ekki komið sam­an síðan fyr­ir jól – en ég tel að það beri alltof mikið í milli hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um og rík­is­stjórn­inni til þess að það sé hægt að ná sam­komu­lagi í lyk­il­mál­um. Ég hef t.d. ekki viður­kennt – og kem ekki til með að viður­kenna – laga­lega skyldu okk­ar til að greiða Ices­a­ve. Ég tel jafn­framt að rík­is­stjórn­in hafi ekki á þeim 26 mánuðum sem liðnir eru frá hruni gert það sem hún þurfti að gera til að koma heim­il­un­um til hjálp­ar,“ seg­ir Vig­dís sem kveður einnig skipt­ar skoðanir um Evr­ópu­mál­in í þing­flokki Fram­sókn­ar. Þá vill Vig­dís að helstu tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar víki.

„Ég myndi setja það sem skil­yrði að hrun­ráðherr­arn­ir tveir, Össur Skarp­héðins­son og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, hyrfu af vett­vangi og þar af leiðandi Stein­grím­ur J. Sig­fús­son jafn­framt, því þetta eru þeir þrír drag­bít­ar sem hvíla yfir rík­is­stjórn­inni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert