Sígarettuþjófarnir fundnir

Lögreglan á Hvolsvelli handtók í kvöld þrjá pilta vegna innbrots í söluskálann Björkina aðfaranótt miðvikudags. Piltarnir stálu um 20.000 sígarettum og hefur mestallt þýfið nú fundist. Þeir eru allir Íslendingar og innan við tvítugt.

Að sögn Atla Ólafssonar, varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, naut lögreglan aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

En piltarnir voru teknir höndum á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í kvöld og segir Atli ekki hægt að lýsa þeim sem góðkunningjum lögreglu.

Ekki er talið að þeim hafi tekist að koma hluta þýfisins í verð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert