Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið

Borgarstjórnarfundur.
Borgarstjórnarfundur. Ernir Eyjólfsson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yrði á ný stærsti flokk­ur­inn í borg­inni ef gengið yrði til kosn­inga nú sam­kvæmt nýrri könn­un, sem gerð var fyr­ir flokk­inn af Capacent Gallup. Flokk­ur­inn bæt­ir fylgi sitt um 10 pró­sent frá síðustu kosn­ing­um, og fengi 6 menn kjörna. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Fylgi Besta flokks­ins dal­ar hins veg­ar og fengi hann aðeins fjóra menn kjörna. Sam­fylk­ing­in fengi nítj­án pró­sent og þrjá menn kjörna. Sam­kvæmt þessu er meiri­hlut­inn í borg­inni fall­inn.

Þá myndu Vinstri græn hljóta 11,2 pró­sent og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 2,5 pró­sent.

Sam­kvæmt því sem kom fram í frétt­um Stöðvar 2 voru 1208 Reyk­vík­ing­ar í úr­tak­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­vald­ir úr Viðhorfs­hópi Capacent Gallup.  Svar­hlut­fall var 64%. Könn­un­in var gerð dag­ana 1.-22. des­em­ber sl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert