„Ég segi ekkert um þær á þessu stigi annað en það að það er algjörlega tilhæfulaust að einhverjar viðræður séu í gangi. Það er tilhæfulaust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, um þann orðróm að verið sé að kanna hvort fái eigi Framsókn inn í stjórnarsamstarfið.
„Ég geri ráð fyrir að ég vissi af þeim eða væri í þeim ef svo væri og svo er ekki,“ sagði Steingrímur sem vildi að öðru leyti ekki vilja tjá sig um stöðuna á stjórnarheimilinu.