600 tonnum af stálsteypukubbum skipt út í Hörpu

Rúmlega 900 kubbar hafa verið teknir niður.
Rúmlega 900 kubbar hafa verið teknir niður. mbl.is/Árni Sæberg

Hafist var handa við að taka niður um þúsund stálsteypukubba á suðurhlið tónlistarhússins Hörpu í júlí síðastliðnum vegna galla og er sú vinna langt á veg komin.

Rúmlega 900 kubbar hafa nú þegar verið fjarlægðir og verða þeir sem eftir eru notaðir til að stilla nýju kubbana af.

Að sögn Sigurðar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra verkefnisins hjá ÍAV, vegur hver kubbur tæplega 600 kg og má þar með áætla að heildarþyngd kubbanna sem skipta þarf út sé eitthvað í kringum 600 tonn. Sigurður segir þá nýju væntanlega til landsins eftir þrjár vikur og er áætlað að lokið verði við að setja þá upp áður en júnímánuður rennur sitt skeið, ef ekki fyrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert