Borgarbúar verða sjálfir að farga jólatrjám

Jólatré
Jólatré Reuters

Borgarbúar geta farið sjálfir með jólatrén sín endurgjaldslaust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum. Sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré fremur en 2010, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Nokkur íþróttafélög í Reykjavík munu á nýju ári bjóða borgarbúum upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa t.a.m. samstarf um hirðingu jólatrjáa. Íslenska gámafélagið sækir jólatré á heimili og í fyrirtæki. Hægt er að panta hirðingu trjáa á netinu hjá fyrirtækjunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert