Eldgosið ein af stærstu fréttum síðasta árs

Þetta var algeng sjón á flugvöllum í Evrópu og víðar …
Þetta var algeng sjón á flugvöllum í Evrópu og víðar í apríl: farþegar sem biðu eftir því að öskuskýinu frá Eyjafjallajökli létti. Reuters

Fjöl­miðlar víða um heim eru á því, að eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli og af­leiðing­ar þess fyr­ir flug­um­ferð hafi verið ein af helstu frétt­um árs­ins, sem er að renna sitt skeið á enda.

Að mati kín­versku frétta­stof­unn­ar Xin­hua var eld­gosið fjórða stærsta frétt árs­ins á eft­ir fríversl­un­ar­svæði Kína og annarra Asíu­ríkja, jarðskjálft­an­um á Haítí og spenn­unn­ar á Kór­eu­skaga. Á eft­ir koma m.a. skuldakrepp­an í Evr­ópu, björg­un námu­manna í Síle og ol­íu­slysið á Mexí­kóflóa.

Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir, að frétt­ir af eld­gos­inu og ösku­ský­inu hafi verið meðal þeirra, sem mest voru lesn­ar á vef stofn­un­ar­inn­ar á ár­inu ásamt frétt­um af stjórn­ar­skipt­um í Bretlandi, náms­manna­mót­mæl­um og vænt­an­legu kon­ung­legu brúðkaupi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert