Gamli Þór verður grár á nýjan leik

Þór siglir inn Reykjavíkurhöfn fánum prýddur í janúar 1960.
Þór siglir inn Reykjavíkurhöfn fánum prýddur í janúar 1960. mbl.is/Ólafur K.Magnússon.

„Það hafa komið brotajárnssalar að reyna að fá mann til að selja skipið en ég hef nú sagt þeim öllum að bæði af virðingu við skipið sjálft og vegna peninganna sem ég hef sett í það þá myndi ég nú frekar draga það út á Faxaflóa og sökkva því þar með reisn. Svona skip getur maður eiginlega ekki sett í brotajárn.“

Þetta segir Helgi Hilmarsson, einn eigenda gamla varðskipsins Þórs, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það dýrt gaman að greiða full hafnar- og skipagjöld árum saman fyrir skip sem ekki sé siglingahæft. Núverandi eigendur hafi skoðað ýmsa möguleika síðan skipið komst í þeirra hendur árið 2002 en ekkert hafi gengið upp, m.a. vegna skorts á fé.

Helgi segir þó stefnt að því fljótlega að mála skipið. Það ber enn merki þess að hafa verið málað sem ryðgaður hvalveiðibátur fyrir kvikmynd, en fær brátt aftur sinn upprunalega gráa lit. Að öðru leyti er framtíð þess enn óljós.
Varðskipið hefur verið bundið við bakka í Gufunesi síðan í …
Varðskipið hefur verið bundið við bakka í Gufunesi síðan í tökum á myndinni Reykjavík Whale Watching Massacre. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert