Greiðsluþátttaka sjúklinga hækkar

Greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnaði hækkar 1. janúar 2011 til samræmis við verðlagsþróun og forsendur fjárlaga.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins, að engin hækkun verði á greiðslum notenda fyrir þjónustu heilsugæslu, heilsugæsla fyrir börn verði gjaldfrjáls líkt og verið hafi og börn eru áfram undanþegin gjaldi vegna komu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa. Greiðsluþátttaka sjúklinga vegna annarrar heilbrigðisþjónustu hækkar að jafnaði um 2,9% og hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hækkar um 1,5% að meðaltali.

Hámarksgjald fyrir heilbrigðisþjónustu og svokallað afsláttarþak hækkar um 1000 krónur þannig að sjúklingar eiga nú rétt á afsláttarkorti þegar samanlagðar greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu fara yfir 28.000 krónur á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert