Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Hlust­end­ur Útvarps Sögu völdu Lilju Móses­dótt­ur alþing­is­mann Vinstri grænna mann árs­ins 2010.

Í til­kynn­ingu frá Sögu seg­ir, að fram hafi komið í val­inu að hlust­end­ur Útvarps Sögu kunnu að meta að Lilja fylgdi eig­in sann­fær­ingu í störf­um sín­um á Alþingi og léti ekki und­an svo­kölluðu for­ingj­aræði.  

Val fimm efstu manna í kjör­inu var eft­ir­far­andi:

  1. Lilja Móses­dótt­ir, alþing­ismaður
  2. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands
  3. Þórður Guðna­son, björg­un­ar­sveit­armaður
  4. Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri
  5. Vig­dís Hauks­dótt­ir, alþing­ismaður
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert