Skattar hækka um milljarð

Auknir skattar leggjast bæði á Icelandair og farþega.
Auknir skattar leggjast bæði á Icelandair og farþega. mbl.is/Gnúpur

Skatt­ar á fé­lög inn­an Icelanda­ir Group hækka á næsta ári um rúm­lega einn millj­arð króna. Um er að ræða farþega­skatta, gistinátta­gjald og ým­is­legt fleira. Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir að þess­ar hækk­an­ir geti haft áhrif á eft­ir­spurn.

Hann seg­ist ekki til­bú­inn til að svara því hvort þess­ar skatta­hækk­an­ir leiði til þess að fyr­ir­tækið end­ur­skoði áform um fjölg­un ferða á næsta ári. Skatta­hækk­an­ir hafi hins veg­ar áhrif á verð flug­ferða.

„Okk­ur sýn­ist að á næsta ári sé þetta rúm­lega millj­arður sem leggst ým­ist beint á farþeg­ana og eða á fé­lög­in. Við þurf­um að sjálf­sögðu að horfa til þess hvernig við náum þessu inn, sem vænt­an­lega verður með hærri far­gjöld­um,“ sagði Björgólf­ur.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert