Völdu Ólaf Ragnar Íslending ársins

Steingrímur Sævarr Ólafsson afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni viðurkenningu á Bessastöðum …
Steingrímur Sævarr Ólafsson afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni viðurkenningu á Bessastöðum í dag.

Lesendur vefritsins Pressunnar.is völdu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Íslending ársins 2010. Segir í tilkynningu að Ólafur Ragnar hafi borið höfuð og herðar yfir aðra í valinu. 

Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Pressunnar, afhenti Ólafi Ragnari viðurkenningarskjal að Bessastöðum í dag. Haft er eftir Ólafi Ragnari að honum hafi þótt  merkilegt að finna á árinu sem er að líða, hvernig það hafi verið hægt að tala við þjóðina með þeim hætti sem ekki hafi verið mögulegt áður. 

„Það er hægt að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri við veröldina á öflugri hátt. Ég tek eftir því að skilningur á okkar stöðu hefur eflst og styrkst eftir þessi viðtöl sem ég hef átt við erlenda fjölmiðla," er haft eftir Ólafi Ragnari í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert