Sígarettupakki sem nú kostar 900 krónur hækkar væntanlega um 40 krónur eftir áramót þegar hækkun á tóbaksgjaldi til ríkisins kemur til framkvæmda.
7% hækkun tóbaksgjaldsins leiðir til 4,5-5% hækkunar á heildsöluverði ÁTVR.
Áfengisgjald hækkar minna, 4%, og aðeins 1% á sterku áfengi. Ef það kemur að fullu fram í verði, sem ekki liggur fyrir, mun 300 kr. bjór hækka í 307 krónur og rauðvínsflaka sem nú kostar 1.900 kr. hækkar í 1937 kr. Vodkaflaska sem kostar 4.700 fer í 4.730 krónur.