Hættum þessu karpi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

„Ég held að þjóðin sé að biðja um að við hætt­um þessu karpi," sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, í Kryddsíld Stöðvar 2.

Kristján Már Unn­ars­son, frétta­stjóri, sem stýrði umræðum, hafði spurt Jó­hönnu hvort ekki þyrfti að bæta orðræðuna í op­in­berri umræðu, bæði í stjórn­mál­um og á net­inu.

Jó­hanna sagði, að stjórn­mála­flokk­arn­ir þyrftu að breyta vinnu­brögðum og unnið hefði verið að því í þing­inu og stjórn­ar­ráðinu. Þá hefði orðið breyt­ing inn­an stjórn­mál­anna og sam­vinna hefði auk­ist eins og m.a. hefði sést í Ices­a­ve-mál­inu.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, gaf lítið fyr­ir tal um um­bæt­ur í stjórn­kerf­inu og sagði að þær væru aðeins and­lits­lyft­ing; raun­veru­leg­ar lýðræðis­um­bæt­ur skorti. Sagði hann að  Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, hefðu verið sam­an­lagt í 60 ár á þingi og það þyrfti að koma inn nýtt fólk.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks sagði, að á síðasta ári hefði verið há­vær krafa um að orðræðan yrði skárri árið 2010. Hún hefði hins veg­ar lítið breyst og enn væri verið að glíma við sömu vanda­mál­in og á því ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert