Réðust á sambýliskonur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið þrjá menn nú um um jólin vegna líkamsárása á eiginkonur eða sambýliskonur. Þær voru allar fluttar á slysadeild vegna áverka. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að síðasta útkallið hafi verið í gærkvöldi en þá varð barn vitni að árás á móður sína.

Að sögn Útvarpsins  var lögregla kölluð að heimili í austurborg Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi þar sem maður hafði ráðist á barnsmóður sína og slegið hana ítrekað í andlitið. Brotnuðu tennur í konunni. Tvö börn innan við femingu eru á heimilinu og varð annað þeirra  vitni að árásinni.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert