Ríkið tekur 110 kr. af bensínlítra

Eldsneyti hækkar senn vegna hækkana á vörugjöldum og kolefnisgjöldum á …
Eldsneyti hækkar senn vegna hækkana á vörugjöldum og kolefnisgjöldum á eldsneyti. mbl.is/Friðrik

Þegar hækkanir á vörugjöldum og kolefnisgjöldum á eldsneyti koma að fullu fram má áætla að ríkið taki beint til sín 110 krónur af hverjum bensínlítra sem bíleigendur kaupa á bensínstöðvum landsins. Samsvarandi hlutfall af hverjum lítra af dísilolíu er 102,50 krónur.

Ríkið tekur nú til sín 50,46% af andvirði hvers bensínlítra. Hlutfallið verður 51,66% þegar bensíngjaldahækkanir verða að fullu komnar til framkvæmda. Verðið hækkar strax á nýársnótt og síðan frekar eftir því sem birgðir endurnýjast. Búist er við að hækkunin verði að fullu komin fram í lok janúar eða byrjun febrúar.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag er Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ekki viss um að ríkið auki tekjur sínar jafnmikið og stefnt er að með hækkun á gjöldum. Hann minnir á að við hækkanir sem urðu í fyrra hafi dregið úr akstri. Búast megi við því að það sama gerist nú.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka