RÚV útnefnir Svavar fréttamann ársins

Svavar Halldórsson fréttamaður.
Svavar Halldórsson fréttamaður.

Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins valdi í dag Svavar Hall­dórs­son frétta­mann árs­ins 2010.

Fram kem­ur á vef Rík­is­út­varps­ins, að Óðinn Jóns­son, frétta­stjóri, hafi þakkað Svavari á fundi í há­deg­inu fyr­ir mik­il og góð störf á ár­inu og um leið var hann hvatt­ur til frek­ari dáða.

Seg­ir á vefn­um að Svavar hafi vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir frétt­ir sín­ar og ekki farið var­hluta af harka­leg­um viðbrögðum þeirra sem hann hef­ur fjallað um.

Bæði Pálmi Har­alds­son og Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hafa stefnt Svavari vegna frétta sem hann hef­ur flutt af viðskipt­um þeirra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert