Innbrot var framið í Gull- og silfurverslun Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut í Vestmannaeyjum í nótt.
Sýningargluggi verslunarinnar var brotinn og allt sem í honum var tekið, sem voru úr og skartgripir.
Ekki er vitað hvenær nætur brotist var inn í verslunina, en árvökulir vegfarendur áttu leið hjá versluninni um klukkan fimm í nótt og tilkynntu lögreglu um verknaðinn.
Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir um að gefa sig fram við lögregluna í Vestmannaeyjum.
Nokkur ölvun var í Vestmannaeyjum í nótt, að sögn lögreglu. Eitthvað var um lítilsháttar pústra og áflog.