Eldsneytisverð hækkaði í dag

Bensínstöðvar í Kópavogi
Bensínstöðvar í Kópavogi mbl.is/Ómar Óskarsson

Eldsneytisverð hefur hækkað í dag, bensín um tæpar tvær krónur á lítrann og dísil um tæpar þrjár krónur. Bensínlítrinn er ódýrastur hjá Orkunni, þar kostar hann 207,40 krónur. Dísillítrinn er einnig ódýrastur hjá Orkunni, kostar 208,40 krónur.

Bensínið er dýrast hjá móðurfélagi Orkunnar, Skeljungi, þar kostar lítrinn 210,10 krónur. Dísilolían er dýrust hjá N1 en þar kostar lítrinn 211,50 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert