Áfengi og tóbak hækka í verði

Vörugjöld af áfengi og tóbaki hækkuðu nú um áramótin.
Vörugjöld af áfengi og tóbaki hækkuðu nú um áramótin. Heiðar Kristjánsson

Þrátt fyrir að áfengisgjald hækki um 1-4% um áramót og ætti að öðru
jöfnu að leiða til 2% hækkunar útsöluverðs að meðaltali, breytist verð á
áfengi lítið í upphafi. Tóbakið mun væntanlega hækka mun meira.

Áfengisgjald af léttu víni og bjór hækkar um 4%. Ef ekkert annað breytist hefur það þau áhrif að bjór sem kostar nú 300 krónur fer í 307 krónur og rauðvínsflaska sem kostar 1900 kr. fer í 1937 kr. Áfengisgjald af sterku áfengi hækkar minna, eða um 1%, kannski vegna þess hvað mikið hefur dregið úr sölu vegna hækkana áður. Það leiðir til þess að vodkaflaska sem nú kostar 4700 kr. fer í 4730 kr.

ÁTVR kaupir áfengið með áfengisgjöldum og gaf birgjum kost á að hækka verðið um áramót vegna hækkunar á áfengisgjöldum. Aðeins þriðjungur nýtti það. Birgjar taka hækkunina á sig eða hugsa sér að hækka síðar.

Tóbaksgjald hækkar um 7%. Við það hækkar heildsöluverð ÁTVR um 4,5  til 5%. Smásöluálagning er frjáls og verð því breytilegt. Búast má við því að sígarettupakki sem nú kostar 900 krónur fari yfir 940 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert