Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir við breska ríkisútvarpið BBC í dag að Íslendingar hafi oft átt betri ár en árið 2010 reyndist vera. Hins vegar hafi árið verið mun betra en flestir bjuggust við í ljósi efnahagserfiðleika og náttúruhamfara, sem Íslendingar glímdu við.
Ólafur Ragnar segir, að þótt eldgosöskuskýið frá Eyjafjallajökli hafi að minnsta kosti komið Íslandi á heimskortið. Hann vísar m.a. til fundar, sem hann átti með Wen Jabao, forsætisráðherra Kína, sem sagði að nánast allir Kínverjar hefðu nú mikinn áhuga á Íslandi vegna eldgossins.
Þá segist Ólafur Ragnar hafa hitt hjón frá New York þegar hann var í útreiðartúr. Það kom honum mjög á óvart að frétta, að hjónin hefðu skroppið til Íslands í helgarferð.
Þótt eldgosinu hafi lokið fljótlega segir Ólafur að Íslendingar séu við öllu búnir. „Ísland er mjög virkt í jarðfræðilegum skilningi," segir hann.