Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók Ástþór Magnússon um hádegisbil í dag fyrir utan verslun Byko í Kópavogi og færði hann til yfirheyrslu. Hann hafði ekki sinnt boðum lögreglu um að mæta í skýrslutöku.
Ástþór greinir sjálfur frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni þann 30. desember, en að hann hafi ekki mætt.
Snýst málið um kæru Hreins Loftssonar, eiganda útgáfufélagsins Birtíngs, á hendur Ástþóri, sem er sagður halda úti vefsíðunni sorprit.com. Er hann sakaður um ærumeiðingar.
Ástþóri hefur verið sleppt.