Færri innbrot, nauðganir og líkamsárásir í höfuðborginni

Tilkynningar um nauðganir voru þriðjungi færri árið 2010 en árið …
Tilkynningar um nauðganir voru þriðjungi færri árið 2010 en árið á undan. mbl.is/Sverrir

Hegningarlagabrotum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 um 10% frá árinu á undan. Munaði þar mest um innbrot, sem voru fjórðungi færri en árið 2009.

Þetta kemur fram í bráðabirgðasamantekt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um helstu afbrot liðins árs. Tölurnar eiga enn eftir að breytast eitthvað en að sögn lögreglu gefa upplýsingarnar þó innsýn í það hvert stefnir.

Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir voru að meðaltali framin sex innbrot á dag á höfuðborgarsvæðinu árið 2010, samanborið við átta á dag árið 2009. Af þessum sex voru að meðaltali tvö innbrot framin á heimili höfuðborgarbúa á degi hverjum.

Ofbeldisbrotum fækkaði um 13% milli ára. Minniháttar líkamsárásum fækkaði um 8% en alvarlegri líkamsárásum um tæpan þriðjung. Fram kemur í samantekt lögreglu að tæpur helmingur allra ofbeldisbrota á sér stað í miðborg Reykjavíkur í kringum skemmtanahald um helgar. Tilkynningar um nauðganir voru þriðjungi færri árið 2010 en árið á undan.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert