Gjaldskrá vegna raforkudreifingar hækkar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gjaldskrá vegna raforkudreifingar hækkaði hjá RARIK, Orkubúi Vestfjarða og HS-veitum um áramót. Hækkunin er á bilinu 6-8%. Hin orkufyrirtækin hækkuðu gjaldskrá vegna dreifingar 1. nóvember sl.

Verðskrá RARIK fyrir raforkudreifingu hækkaði að meðaltali um 8,3% um áramótin. Hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana á aðföngum og gengisþróunar undanfarinna ára. Um áramótin 2009/2010 var ákveðið að fresta hluta af nauðsynlegri hækkunarþörf um eitt ár. Í frétt frá fyrirtækinu segir að hækkunin sé nauðsynleg til að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar ásamt því að sinna rekstri og endurnýjunarþörf dreifikerfisins.

Orkubú Vestfjarða hækkaði gjaldskrá sína vegna raforkudreifingar um 6% um áramót og HS-veitur hækkaði sína gjaldskrá um svipaða tölu.

Þann 1. nóvember hækkaði Norðurorka gjaldskrá fyrir dreifingu raforku um 4% og Orkuveita Reykjavíkur hækkaði gjaldskrá vegna dreifingar um 40%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka